26/01/2020. Ladies European Tour. Final Stage Qualifying School. La Manga Club, South Course, Spain. Jan 22-26 2020 Gudrun Bjorgvinsdottir of Iceland during the final round. Credit: Tristan Jones
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2021 | 21:00

LET: Guðrún Brá lauk keppni T-43 á Lacoste Ladies Open

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK var meðal keppenda á móti vikunnar á LET, Lacoste Ladies Open de France.

Mótið fór fram dagana 16.-18. september á kastalavellinum, í Golf du Medoc nálægt Bordeaux, í Frakklandi.

Guðrún Brá lék á samtals 2 yfir pari, 215 höggum (71 74 70).

Sigurvegari mótsins var Solheim Cup kylfingurinn Celine Boutier, en hún. lék á samtals 11 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Lacoste Ladies Open með því að SMELLA HÉR: