Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2021 | 22:00

Ryder Cup 2021: Hvernig eru þátttakendurnir 24 „rankaðir“?

Golf Digest birtir langa, ágætis grein, þar sem kylfingarnir 24 í liðum Evrópu og Bandaríkjanna í Ryder bikarnum, sem hefst eftir viku, er raðað eftir styrkleika.

Athygli vekur að evrópskir kylfingar eru í sætunum nr. 1 og 2…. en líka í sætum 23 og 24.

Skv. því ætti lið Evrópu að eiga sjéns á sigri; líka m.a. vegna gagnrýndrar „dýnamíkur“ innan liðs Bandaríkjanna, sem og því að yfirleitt eru bandarísku kylfingarnir einstaklingshyggjumenn á háu stigi, sem hafa átt erfiðara með að spila sem lið, en það evrópska.

Síðan eru þættir eins og áhorfendur og áhangendur, sem geta skipt máli. Ljóst er, líkt og var í Solheim Cup, að einungis fáir evrópskir stuðningsmenn munu vera á Whistling Straits, í Wisconsin, til þess að hvetja Ryder bikars lið Evrópu áfram.

Það er ekki á öllum pappírum, sem bandaríska liðið er álitið sigurstranglegra.

Sjá má góða grein í Golf Digest um rönkun kylfinga í báðum liðum með því að SMELLA HÉR: