Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2021 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Tonje Daffinrud – 19. september 2021

Afmæliskylfingur dagsins er norski LETAS kylfingurinn Tonje Daffinrud.  Hún er fædd 19. september 1991 í Tønsberg, Noregi. Í dag býr Daffinrud í  Østerås, Oslo. Árið 2009 var Daffinrud m.a. í Junior Solheim Cup.

Daffinrud spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Denver, þar sem Íslandsmeistarinn í höggleik 2021, Hulda Clara Gestsdóttir spilar og nemur nú við. Daffirud útskrifaðist 2014 með gráðu í alþjóða viðskipta- og hagfræði (ens.: International Business and Economics). Árið 2016 sigraði Daffinrud í Norska mótinu í golfi (samsvarandi Íslandsmóti í höggleik) og hlaut hlaut í sigurlaun Kongepokal.

Daffinrud gerðist atvinnumaður í golfi 2014 og byrjaði á LETAS, þar sem hún átti 5 topp-5 árangra árið 2014, þ.á.m tvo sigra, sem varð til þess að hún endaði í 2. sæti stigalistans og var komin á LET 2015. Nýliðaár hennar á LET var því miður markað af meiðslum. Hún spilaði í 8 mótum og var besti árangurinn T-13 á Lalla Meryem Cup.

Árið 2017 náði hún fyrsta topp-10 árangri sínum þ.e. á Oates Vic Open þar sem hún varð T-6. Árið 2019 varð hún tvívegis meðal efstu 10 á LET mótum þ.e. T10 í La Reserva de Sotogrande Invitational og T-4 í the Ladies European Thailand Championship með löndu sinni Marianne Skarpnord.

Daffinrud hefir spilað nokkuð í Svíþjóð; varð m.a. stigameistari á Swedish Golf Tour 2019. Það ár (2019) bætti hún einnig við 3. sigri sínum á LET þ.e. á Scandic PGA Championship, þann 29. ágúst 2019.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jane Blalock, 19. september 1945 (76 ára); Árni Björn Ómarsson, 19. september 1965 (56 ára); Svanhildur Svavarsdóttir, 19. september 1968 (53 ára) Ryan Palmer, 19. september 1976 (45 ára); Brittany Lincicome, 19. september 1985 (36 ára); Garðar Kári Garðarsson, 19. september 1986 (35 ára); Melissa Reid, 19. september 1987 (34 ára); Adam Örn Stefánsson, 19. september 1990 (31 árs); Tonje Daffinrud, (norsk spilar á LET Access) 19. september 1991 (29 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is