Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2013 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Axel í 4. sæti á Old Waverly eftir 1. dag

Axel Bóasson, GK,  og golflið Mississippi State taka þátt í Old Waverly Collegiate Championship, sem fram fer á West Point í Mississippi dagana 8.-9. apríl.

Þátttakendur eru 78 frá 14 háskólum. Nú í kvöld voru fyrstu tveir hringirnir spilaðir.

Axel lék hringina tvo á samtals 2 undir pari, 142 höggum (72 70) og var á besta skori af liði sínu, sem er í 1. sæti í liðakeppninni!!!

Axel er í 4. sæti í einstaklingskeppninni og munar aðeins 4 höggum á honum og þeim sem er í efsta sæti Emerson Newsome frá Cinncinati.

Þetta er stórglæsilegur árangur hjá Axel!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Old Waverly Collegiate Championship SMELLIÐ HÉR: