Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2013 | 20:00

Viðtalið: Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri GL.

Viðtalið í kvöld er við nýráðinn framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis á Akranesi:

Starfssamningur við Guðmund Sigvaldason, nýjan framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis handsalaður

Starfssamningur við Guðmund Sigvaldason, nýjan framkvæmdastjóra Golfklúbbsins Leynis handsalaður

Fullt nafn:  Guðmundur Sigvaldason.

Klúbbur:  GL.

Hvar og hvenær fæddistu?  Á Akranesi, 11.ágúst 1971.

Hvar ertu alinn upp?   Á Akranesi.

Hvenær byrjaðir þú í golfi?   Ég hef verið félagi í GL frá árinu 2006 en hafði prófað að spila eitt eða tvö sumur sem barn/unglingur og fékk einhverra hluta vegna ekki áhugan þá sem til þurfti.

Hvað varð til þess að þú byrjaðir í golfi?  Félagsskapurinn og meiri frítími aflögu.

Hverjar eru fjölskylduaðstæður og spilar einhver í fjölskyldunni golf?   Ég er giftur Jónu Líndal hársnyrtimeistara og á tvö börn, Leó Snæ 15 ára og Ólöf Rún 12 ára.  Konan mín er að nýbyrjuð í golfi, sonurinn æfir og spilar á fullu en dóttirin fæst ekki til að byrja.

Guðmundur ásamt börnum sínum þeim  Leó Snæ og Ólöfu Rún. Mynd: Í eigu Guðmundar

Guðmundur ásamt börnum sínum þeim Leó Snæ og Ólöfu Rún. Mynd: Í eigu Guðmundar

Í hvaða starfi ertu? Ég er framkvæmdastjóri GL.

Hverju, ef einhverju, hyggst þú breyta í stafi þínu, sem framkvæmdastjóri Leynis?  Efla barna- og unglingastarfið, afreksstarfið og þjónustu við hinn almenna kylfing ásamt því að auka félagafjölda GL og tryggja rekstrargrundvöll klúbbsins en framundan er mikið uppbyggingartímabil hjá GL á næstu árum ef áætlanir ganga eftir.

Hvað finnst þér best við a) Garðavöll og b) Akranes?

a)   Vel hirtur og ögrandi golfvöllur sem er ávallt í góðu standi.

b)   Fjölskylduvænn og fallegur bær þar sem gott er að búa og ala upp börn.

Hvort líkar þér betur við skógar- eða strandvelli?  Hef ekki ennþá spilað á alvöru strandvelli svo skógarvöllur er málið.

Hvort líkar þér betur holukeppni eða höggleikur?  Holukeppni.

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir á Íslandi?   Garðavöllur og Hvaleyrin eru mínir uppáhalds vellir.

Skrúður 3. brautin á  Garðavelli, Akranesi, öðrum uppáhaldsgolfvalla Guðmundar.

Skrúður, 3. brautin á Garðavelli, Akranesi, öðrum uppáhaldsgolfvalla Guðmundar. Mynd: Golf 1

Hver er uppáhaldsgolfvöllur/vellir hvar sem er í heiminum?  Hef spilað erlendis á Spáni og Slóveníu.  Slóvenía kom mér mikið á óvart og mæli ég með að kylfingar skoði hvað þar er í boði.

Frá Golf Arboretum í Slóveníu. Guðmundur mælir með að kylfingar skoði hvað Slóvenía hafi upp á að bjóða golflega séð!

Frá Golf Arboretum í Slóveníu. Guðmundur mælir með að kylfingar skoði hvað Slóvenía hafi upp á að bjóða golflega séð!

Hver er sérstæðasti golfvöllur sem þú hefir spilað á og af hverju?  Skógarvöllur í Slóveníu (Golf Arboretum) sem ég spilaði árið 2007 og kom hann mér mikið á óvart þar sem hann gaf háforgjafarkylfing eins og mér ekki mikinn séns, var þröngur og krefjandi.

Frá Golf Arboretum í Slóveníu - einum sérstakasta golfvellli sem Guðmundur hefir spilað á

Frá Golf Arboretum í Slóveníu – einum sérstakasta golfvellli sem Guðmundur hefir spilað á

Hvað ertu með í forgjöf?  Ups….22

Hvert er helsta afrekið þitt til dagsins í dag í golfinu?  Forgjöfin hefur ekki gefið tilefni til neinna afreka fram að þessu.

Hefir þú farið holu í höggi?  Nei.

Hvaða nesti ertu með í pokanum?   Vatn, banana og orkustykki.

Hefir þú tekið þátt í öðrum íþróttum?  Knattspyrnu sem barn og unglingur og nú aftur á síðari með Old boys á Akranesi.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn, uppáhaldsdrykkur, uppáhaldstónlist, uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók?    Uppáhaldsmaturinn minn er lambalæri; uppáhaldsdrykkurinn er vatn; uppáhaldstónslistin er popp/rokk; uppáhaldskvikmynd og uppáhaldsbók: ég er lítið fyrir bókalestur og horfi lítið á kvikmyndir.

Hver er uppáhaldskylfingurinn þinn nefndu 1 kvenkylfing og 1 karlkylfing?  Kvk: Valdís Þóra. Kk.: Birgir Leifur.

Skagamennirnir Valdís Þóra og Birgir Leifur eru uppáhaldskylfingar framkvæmdastjóra GL, Guðmundar Sigvaldasonar

Skagamennirnir Valdís Þóra og Birgir Leifur eru uppáhaldskylfingar framkvæmdastjóra GL, Guðmundar Sigvaldasonar. Myndin er tekin þegar þau urðu Íslandsmeistarar í holukeppni 2010. Mynd: Skessuhorn

Hvert er draumahollið?  Ég og ….  Birgir Leifur, Valdís Þóra og sonurinn Leó Snær.

Hvað er í pokanum hjá þér og hver er uppáhaldskylfan þín?  Allt Ping G15 og eru járnin mínar uppáhaldskylfur.

Hefir þú verið hjá golfkennara?  Já, Karli Ómari Karlssyni á Akranesi.

Ertu hjátrúarfullur?   Já.

Hvert er meginmarkmið í golfinu og í lífinu?  Hafa gaman af golfi, lækka markvisst forgjöfina og lifa heilbrigðu lífi.

Hvað finnst þér best við golfið?   Góður félagsskapur, útivera og hreyfing.

Hversu há prósenta af golfinu hjá þér er andleg (í keppnum)?  70-80% andleg.

Að lokum: Ertu með gott ráð sem þú getur gefið kylfingum?   Muna hafa gaman af spilamennskunni þó illa gangi – tala af reynslu 🙂