Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA 2013: Kris Blanks – (23. grein af 26)

Hér verður fram haldið með að kynna stuttlega efstu 26 kylfinganna í lokaúrtökumóti Q-school PGA, sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012 í La Quinta, Kaliforníu og hlutu í kjölfarið kortið sitt þ.e. þátttökurétt á PGA Tour, 2013

Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 7.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1.

Nú er komið að 3 strákum sem deildu 4. sætinu: Billy Horschel, Richard H. Lee og Kris Blanks.  Tveir fyrrnefndu hafa þegar verið kynntir og nú er komið að  Kris Blanks.

Kris Blanks fæddist 3. nóvember 1972 í Warner Robins í Georgíu og er því 40 ára. Í dag býr hann í Jupiter, Flórída.
Helsta átrúnaðargoð Blanks er pabbi hans, sem kom honum af stað í golfinu. Eiginkonan, Tami er golfkennari í Sea Pines CC í Hilton Head í Suður-Karólínu. Tami hefir tekist að sigra eiginmann sinn 9 sinnum á s.l. 9 árum. Hún var topp-kylfingur í golfliði Ohio State á árunum 1990-1993 og spilaði m.a. á Opna bandariska kvenrisamótinu 1995.
Blanks var í Huntingdon háskólanum, en gerðist atvinnumaður í golfi 1995.
Kris Blanks hefir m.a. starfað sem barþjónn.  Pabbi hans var í flughernum og því flakkaði fjölskyldan milli herstöðva í Georgíu, Texas, Nebraska, Montana og Virginíu. Á fullorðinsárum sínum hefir Blanks búið í Alabama, Flórída, Suður-Karólínu, Georgíu og Maryland.
Kris er skírður í höfuðið á sveitasöngvaranum Kris Kristofferson en um það sagði hann m.a.: „Mamm fannst hann sætur og kvikmyndin „The Rose“ kom einmitt út þegar hún var ófrísk. Þaðan er nafnið mitt komið.“

Á Honda Classic 2012 í heimabæ Blanks West Palm Beach var hann í 1. sæti í sérstöku góðgerðarátaki „Birdies for the Brave“ þar sem hann og félagar hans af PGA Tour voru í „kappakstri“ með fjarstýrðum bílum.  Þeir sem tóku þátt voru m.a. Rickie Fowler, Dicky Pride, Kevin Streelman and Joe Ogilvie. Eftir sigurinn sagði Blanks: „Hey, hvað get ég sagt? Ég kem hingað með krakkana mína 2-3 sinnum í viku þegar ég er heima. Ég þekki brautina betur en nokkur annar!!!“