Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel og félagar luku leik í 1. sæti á Old Waverly

Axel Bóasson, GK,  og golflið Mississippi State tóku þátt í Old Waverly Collegiate Championship, en mótið fór fram á West Point í Mississippi dagana 8.-9. apríl og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 78 frá 14 háskólum.

Skemmst er frá því að segja að golflið Mississippi State varð í 1. sæti í mótinu, en þetta er í 4. sinn frá því í október á síðasta ári sem golflið Mississippi State hafnar í 1. sæti. Axel var á 2. besta skorinu og taldi það því í glæsiárangri liðsins!

Axel varð í 10. sæti í einstaklingskeppninni; lék á samtals 217 höggum (72 70 75).

Næsta mót Axels og félaga er SEC, sem fram fer í Sea Island golfklúbbnum á St. Simmons Island í Georgíu.

Til þess að sjá úrslitin á Old Waverly Collegiate Championship SMELLIÐ HÉR: