Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 09:30

GSÍ: Fjölsótt héraðsdómaranámskeið

Í gær, 9. apríl 2013,  var haldinn 1. fyrirlestur af fimm 3 tíma fyrirlestrum, sem eru til undirbúnings prófs héraðsdómara í golfíþróttinni.

Verðandi héraðsdómarar

Verðandi héraðsdómarar

Fyrirlesarar voru Hörður Geirsson, alþjóðadómari og Sigurður Geirsson, alþjóðadómari og formaður dómaranefndar GSÍ.

Farið var ítarlega í 8 valdar golfreglur og þær skýrðar m.a. með skilgreiningum á hugtökum sem þær byggja á  og með myndskeiðum og þ.a.l. raunhæfum tilvikum beitingar þeirra.

Fundurinn var fjölsóttur af á 3. tug héraðsdómarakandídata, sem hyggjast þreyta próf, sem haldin verða 20. og  30 apríl n.k.

Fyrsti fyrirlesturinn átti að standa frá kl. 19:00-22:00, en margar fyrirspurnir og líflegar umræður um hinar ýmsu golfreglur og einstaka þætti þeirra urðu til þess að fyrsta fyrirlestri lauk ekki fyrr en um miðnætti.