Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 10:30

Bubba felldi tár – myndskeið

Bubba Watson sigurvegari the Masters 2012 er tilfinningaríkur kylfingur í meira lagi.

Í gær á blaðamannafundi fyrir the Masters risamótið, sem hefst á Augusta National á morgun,  gat hann ekki haldið aftur af tárunum þegar hann rifjaði upp sigurinn á the Masters í fyrra.

Bubba með tárin í augunum á blaðamannafundi í gær, 9 apríl 2013, fyrir Masters mótið sem hefst á morgun.

Bubba með tárin í augunum á blaðamannafundi í gær, 9 apríl 2013, fyrir Masters mótið sem hefst á morgun.

Reyndar rúlluðu tárin svo ört niður kinnarnar að hann varð að gera hlé til þess að ná stjórn á sjálfum sér.

Táraflóðið hófst þegar Bubba var spurður að því hvað hann hefði gert við græna jakkann. Best er að sjá bara myndskeiðið af Bubba á blaðamannafundi fyrir Masters 2013  SMELLIÐ HÉR: 

Mönnum er eflaust minnisstætt að Bubba grét eftir sigurinn á the Masters 2012 en sjá má mynd af honum í örmum móður sinnar:

Bubba eftir sigurinn á the Masters 2012

Bubba eftir sigurinn á the Masters 2012