Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og The Royals í 7. sæti – Stefanía Kristín og Pfeiffer í 15. sæti á Agnes McAmis

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og golflið Queens, „The Royals“ og klúbbmeistari GA 2012 Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og  golflið Pfeiffer „The Falcons“ luku í gær leik á Agnes McAmis Memorial mótinu, en það fór fram í Greenville, Tennessee.

Mótið var tveggja daga, haldið 8.-9. apríl s.l. og þátttakendur voru 96 frá 17 háskólum.

Íris Katla lék hringina 2 á mótinu á samtals 17 yfir pari, 161 höggi (81 80) og varð í 27. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni urðu „The Royals“ í 7. sæti og taldi skor Írísar Kötlu.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA. Mynd: Í einkaeigu.

Stefanía Kristín var á samtals 23 yfir pari, 167 höggum (82 85) og varð í 50. sæti í einstaklingskeppninni. Í liðakeppninni urðu „The Falcons“ í 15. sæti.

Báðar voru Íris Katla og Stefanía Kristín á 3. besta skorinu í liðum sínum og töldu þau því.

Íris Katla og „The Royals“ og Stefanía Kristín og „The Falcons“ spila næst á Conference Carolinas Tournament 20.-23. apríl n.k. en mótið fer fram á golfvelli Challenge golfklúbbsins í Burlington, Norður-Karólínu.

Til þess að sjá úrslitin í einstaklingskeppninni á Agnes McAmis Memorial SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá úrslitin í liðakeppninni á Agnes McAmis Memorial SMELLIÐ HÉR: