Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 10. 2013 | 13:00

Bubba með einfaldan mat

Bubba Watson hélt sér við matarhefðir í Suður-Bandaríkjunum, þegar hann bauð til Masters Champion Dinner í gær, s.s. hefð er fyrir að sigurvegarar fyrri árs á the The Masters gera.

Mynd af Menu-inu sem Bubba tvítaði í gær frá Masters Champion Dinner

Mynd af Menu-inu sem Bubba tvítaði í gær frá Masters Champion Dinner

Og hann hélt matnum einföldum.  Meðan að margir sigurvegarar hafa lagt sig í líma við að vera með marga smáa forrétti, þrjár tegundir af salötum, bouche amuse og Guð má vita hvað, þá réði einfaldleikinn lögum og lofum…. sem mörgum fannst bara alls ekki slæmt….

Á matseðlinum hjá Bubba var Ceasar salat í forrétt. Í aðalrétt voru grillaðar kjúklingabringur með kartöflumús, grænum baunum, maís og makkarónum í osti (ens. Macaroni and Cheese) og kornbrauði. Í desert var confetti kaka með vanillu ís.  Ekkert var minnst að að vín hafi verið með matnum og kannski að Masters kylfingarnir hafi bara getað pantað að eigin vild.

En þarna hafið þið það… svona mat býður Bubba upp á og …. eflaust margir sem hafa setið veisluna, sem margir hafa hins vegar slaufað á fyrri mótum þegar einhver skrítinn matur hefir verið á boðstólum.  Einfalt er stundum bara best!

PS: Þeir sem ekki hafa viljað matinn hafa alltaf getað fengið sér nammilega Pimento-osta samloku sem Augusta National er svo frægt fyrir og allir sem koma þangað ættu að smakka.