Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 21:00

Guan fékk víti fyrir hægan leik

Guan Tianlang, 14 ára áhugamaðurinn frá Kína sem hefir skrifað sig í sögubækurnar fyrir að vera yngsti kylfingur til að taka þátt í the Masters og sem átti þetta líka fína skor upp á 1 yfir pari, 73 högg í gær fékk 1 víti í dag fyrir of hægan leik á öðrum hring mótsins, en það varðar við reglu 6-7 í golfreglum R&A. Guan fékk vítið á 17. holu (Nandinu) á Augusta National og Fred Ridley, nefndarformaður Masters gaf út yfirlýsingu þar sem hann sagði að Guan, Ben Crenshaw og Matteo Manassero hefðu verið komnir á eftir á 10. holu og byrjað hefði verið að taka tímann á Guan á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 18:45

Rory með klaufamistök á Masters

Alltof mikið var um klaufavillur í leik Rory McIlroy á 1. hring Masters í gær þar sem hann var á sléttu pari sem skilaði honum í 33. sætið, sem hann deilir ásamt fjöldamörgum öðrum. Hann fékk fugla á 2. holuna á Augusta National og fylgdi því eftir með öðrum fugli á Juniper, sem er par-3, 6. holan, þar sem Jamie Donaldson, sem sigraði á Irish Open fór holu í höggi 3 tímum fyrr.  En síðan fékk Rory skolla, sem hann tók aftur með fugli á 9. holu. Allt fór niður á við á og eftir 10. holu, en hann fékk 4 skolla og „aðeins 2 fugla“ á seinni 9. „Mér Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Ariya Jutanugarn – (43. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 16:00

Nýju strákarnir á PGA 2013: Dong Hwan Lee – (26. grein af 26)

Hér er loks komið að því að kynna þann sem varð í efsta sæti af 26 sem fengu kortin sín á lokaúrtökumóti Q-school PGA, sem fram fór 28. nóvember – 3. desember 2012 í La Quinta, Kaliforníu. Þeir sem efstir voru eða jafnir í fyrstu 25 sætunum hlutu keppnisrétt á PGA Tour 2013. Alls hlutu 26 kylfingar kortið sitt í gegnum Q-school PGA að þessu sinni og hafa þeir kylfingar sem voru í 2.-26. sæti allir verið kynntir hér á Golf 1. Sigurvegarinn í lokaúrtökumótinu var Dong Hwan Lee. Dong Hwan Lee þekktur nú á PGA Tour sem DH Lee,  fæddist 9. apríl 1987 í Seúl,  Suður-Kóreu og á því Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 12:20

Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Guðrún Björg Egilsdóttir. Hún er fædd 12. apríl 1963 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Guðrún Björg er í Golfklúbbnum Oddi. Afrek Guðrúnar Bjargar á golfsviðinu eru fjölmörg en hér skal staldrað við að nefna að hún varð í 1. sæti í punktakeppni á styrktarmóti Valdísar Þóru á Garðavelli, 6. júní 2009 og eins varð Guðrún Björg klúbbmeistari GO, 2007. Guðrún Björg, klúbbmeistari GO, 2007. Hér má komast á facebook síðu afmæliskylfingsins: Guðrún Björg Egilsdóttir (Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Donna Andrews, 12. april 1967 (46 ára);  Matt Bettencourt, 12, apríl 1975 (38 ára);  … og … Evrópumótaröð karla Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 11:20

Guan Tianlang á aðdáun allra

Jafnvel áður en hinn 14 ára Guan Tianlang var búinn að slá fyrsta keppnishöggið sitt á Augusta National Golf Club þá hrósuðu honum flestir sem hann hitti og höfðu orðið vitni að leik hans á æfingahringjum. Phil Mickelson sagði að hann tryði bara ekki hversu vel hinn 14 ára Guan væri að pútta. Tiger hrósaði ofurnákvæmni Guan með blendingskylfunum. Jack Nicklaus hafði á orði hversu vel Guan kæmi fyrir og hversu kurteis hann væri. Einn af félagsmönnum sem horfði á Guan spila í par-3 mótinu sneri sér að vini sínum og sagði „Gætirðu ímyndað þér 14 ára ungling í græna jakkanum?“ Loftið í gær var þungt og rakt þegar Guan Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 10:20

Tiger byrjar að venju á 70 á Masters – Lindsey fylgdist með

Tiger Woods var með sitt venjubundna sigurupphafsskor 70 á the Masters í gær, sem er nákvæmlega sama skorið og hann var með þegar hann vann 3 af 4 Masters risamótssigrum sínum. Tiger skramblaði fyrir pari tvisvar á fyrstu 3 holunum og var með 5 pör í röð á fyrsta hring sínum. Síðan náði hann fyrsta fugli sínum á 6. braut og annar fylgdi í kjölfarið á 8. braut og síðan bætti hann við 3ja og síðasta fugli sínum á hringnum á par-5 13. brautinni. Hann gaf aðeins 1 högg, þ.e. þegar hann þrípúttaði á 14. braut og fékk skolla. „Ég spilaði stöðugt í dag og var með góðan hring,“ sagði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2013 | 23:00

Garcia leiðir á Masters ásamt Leishman eftir 1. dag

Sergio Garcia leiðir á the Masters eftir 1. dag ásamt Ástralanum Marc Leishman. Báðir léku þeir 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum. Í 3. sæti er Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson, sem spilaði 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum. 6 kylfingar deila síðan 4 sætinu: Rickie Fowler, sem lét ömmu sína draga fyrir sig á par-3 mótinu í gær; Englendingurinn David Lynn, sem var fyrsti forystumaður mótsins og hélt henni lengi framan af; Spánverjinn Gonzalo Fdez-Castaño, Trevor Immelman frá Suður-Afríku og Bandaríkjamennirnir Fred Couples og Matt Kuchar. Allir spiluðu þeir á 4 undir pari, 68 höggum. Tíunda sætinu deila Jim Furyk, Adam Scott og Zach Johnson á 3 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Nikki Campbell – (42. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2013 | 17:15

Vinsælasta lagið 1968 með Amen Corner

Eitt vinsælasta lagið á því frábæra ári 1968 var með hljómsveitinni Amen Corner (sem heitir eftir samnefndum 3 holum á Augusta National). Amen Corner er heiti á 11., 12. og 13. braut Augusta National en, það heiti var fyrst notað á prenti af höfundinum Herbert Warren 21. apríl 1958 (þ.e. fyrir 55 árum) í grein hans um The Masters risamótið,  í Sports Illustrated, það ár. Lagið vinsæla með hljómsveitinni Amen Corner  heitir hins vegar : Bend me – Shape me …. en það er einmitt talið að kylfingar þurfi til að bera til þess að geta unnið á Masters þ.e. að geta mótað boltaflugið. Lagið með Amen Corner fór hæst í 13. Lesa meira