Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2013: Ariya Jutanugarn – (43. grein af 43)

Það voru 42 stúlkur sem hlutu kortin sín á LET, þ.e. Evrópumótaröð kvenna á lokaúrtökumóti Q-school LET, m.ö.o. Lalla Aicha Tour School 2013, sem fram fór í Amelkis golfklúbbnum og Al Maaden golfstaðnum í Marrakech, Marokkó, dagana 13.-17. desember s.l. Þar af hlutu 30 efstu eða þær sem jafnar voru í 30. sætinu fullan keppnisrétt og nokkuð fleiri takmarkaðri spilarétt. Golf 1 tók þær stefnu að kynna líka hluta þeirra sem hlutu takmarkaðri spilarétt þ.e. stúlkurnar sem urðu jafnar í 31. sæti og voru 1 höggi frá því að hljóta fullan keppnisrétt og þær sem voru 3 höggum frá því og deildu 36. sætinu. Þær hafa allar verið kynntar ásamt kanadíska frægðarhallarkylfingnum Lori Kane, sem spilar á LET á undanþágu.

Auk þess hafa allar stúlkur verið kynntar, sem höfnuðu í sætum 4-30 í Lalla Aicha Tour School 2013. Nú á bara eftir að kynna sigurvegarann í Lalla Aicha Tour School 2013:

Nafn: Ariya Jutanugarn.Ríkisfang: thaílensk.

Fæðingardagur:23. nóvember 1995.

Fæðingarstaður: Bankok.

Gerðist atvinnumaður 1. janúar 2013.

Hárlitur: Svartur.

Augnlitur: Brúnn.

Byrjaði í golfi: 5 ára á æfingasvæðinu.

Mestu áhrifavaldarnir í gofinu: Foreldrar, sem eiga golfverslun í Thaílandi.

Áhugamál: Tennis, að fylgjast með thaílenskum dramasjónvarpsþætti og ferðast.

Hápunktar á áhugamannsferli: Vann US Junior Amateur, US Amateur Public Links, AJGA Rolex Girls Junior, Canadian Women´s Amateur og Polo Golf Junior Classic. Hún var valinn AJGA Rolex Junior kylfingur ársins 2012, 2. árið í röð. Árið 2011 var hún lægsti áhugamaðurinn í Kraft Nabisco Championship þegar hún landaði 25. sætinu. Hún lauk áhugamannaferli sínum í desember 2012 í 2. sæti á heimslista áhugamanna meðal kvenkylfinga. Systir Ariyu, Moriya spilar á LPGA Tour.

Hápunktar á atvinnumannsferlinum: Hefir þegar sigrað á 1. móti sínu á LET – Lalla Meryem Cup í Marokkó og varð T-2 í Volvik RACV Ladies Masters. Ariya er í 1. sæti á peningalista LET, það sem af er árinu.

Staðan á Lalla Aicha Tour School 2013: 1. sæti!!!