Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 11:20

Guan Tianlang á aðdáun allra

Jafnvel áður en hinn 14 ára Guan Tianlang var búinn að slá fyrsta keppnishöggið sitt á Augusta National Golf Club þá hrósuðu honum flestir sem hann hitti og höfðu orðið vitni að leik hans á æfingahringjum.

Phil Mickelson sagði að hann tryði bara ekki hversu vel hinn 14 ára Guan væri að pútta. Tiger hrósaði ofurnákvæmni Guan með blendingskylfunum. Jack Nicklaus hafði á orði hversu vel Guan kæmi fyrir og hversu kurteis hann væri. Einn af félagsmönnum sem horfði á Guan spila í par-3 mótinu sneri sér að vini sínum og sagði „Gætirðu ímyndað þér 14 ára ungling í græna jakkanum?“

Guan Tianlang

Guan Tianlang

Loftið í gær var þungt og rakt þegar Guan fór á 1. teig í gær.  Hann tók niður húfuna sína til þess að heilsa Augusta National félagsmönnunum sem voru samankomnir við 1. teig og þurrkað hendur sínar endurtekið á handklæðinu, sem var eina merkið um stress sem merkjanlegt var. Síðan dúndraði hann boltanum niður brautirnar, hverjar á fætur annarri.

Taugar hvað? Guan er yngsti keppandinn í sögu Masters og hann var í ráshópi með Ben Crenshaw, 61 árs og Ítalanum Matteo Manassero, sem var yngsti þátttakandinn áður en Guan kom til sögunnar þegar hann spilaði í Masters 16 ára, árið 2010. „Við erum barnapíurnar í dag,“ grínaðist Carl Jackson, kaddý Crenshaw til margra ára á æfingaflötinni aðeins nokkrum mínútum áður en keppnin hófst.

En áður en sól seig til viðar hafði „barnið“ orðið að fullgrónum manni í augum Crenshaw. Guan lét ekkert hafa áhrif á sig, lék á 1 yfir pari, 73 höggum sem tók á taugarnar á tvöföldum Masters sigurvegaranum Crenshaw.

„Það hlýtur að hjálpa til að vera með taugar 14 ára kylfings,“ sagði Crenshaw, sem var á 81 höggi. „Ég segi ykkur hann spilaði eins og einhver sem er gamall í hettunni. Hann spilaði eins og 28 ára vanur kylfingur sem hefir verið á túrnum lengi og náð tonn af niðurskurðum.“ Síðan bætti Crenshaw við: „Það var heillandi að fylgjast með honum.“

Guan fékk að gera það sem er draumur margra kylfinga - að spila við sjálfan Tiger og fá ráð hjá honum um Augusta National

Guan fékk að gera það sem er draumur margra kylfinga – að spila við sjálfan Tiger og fá ráð hjá honum um Augusta National

Árið 2010 náði Manassero niðurskurði og var sá áhugamaður sem var með lægsta skorið á 72 holum 4 yfir pari og heilluðust allir sérstaklega að járnaleik hans. Guan, sem var með höggstystu kylfingu var meistari með blendinginn sinn og notaði hann m.a. til þess að slá inn á 10. og 18. flatirnar og var með 3 á báðum par-4 holunum.

Styrkur Guan er í stutta spilinu hans. Hendurnar eru svo mjúkar en það og rétta aðferðin og að vera með undirstöðurnar á hreinu eru nauðsynlegt til þess að ná þessum höggum, sagði Crenshaw.

Á 180 yarda par-3, 6. brautinni, þar sem stöngin var langt til hægri missti Guan teighöggin langt til hægri. „Ansi erfitt, ég vil ekki vera þarna aftur,“ sagði Guan, sem tók út 60° sínar og sló svo fallegt högg að Crenshaw baðaði út örmunum til móts við himinn og hrópað: „Vááá!!“

Guan náði parinu og fékk klapp frá Crenshaw. „Hann spilaði u.þ.b. 4 af þeim fallegustu, fíngerðustu vippum, sem maður sér.“

Hann bætti við: „Hann fer ekki fram úr sér, hann er sjálfsöruggur og er með fallegar hendur. Hugsanaferlið og einbeiting hans truflast ekkert. Hann er mjög þolinmóður sem er mjög, mjög, mjög aðdáunarvert.“

Guan Tianlang á Masters

Guan Tianlang á Masters

Það eina sem kom meira á óvart en að sjá Guan spila var það sem pabbi hans Guan Hanwen sagði: „Hann hefir kennt sér sjálfum. Hann er ekki með neinn þjálfara í stutta spilinu. „

Pabbi Guan kynnti hann fyrir golfi fyrir 10 árum, þegar Guan litli var bara 4 ára. Hann ímyndaði sér aldrei að það myndi koma til þessa, að ókunnugir hinum megin á hnettinum myndu fagna syni hans eins og hann væri strákurinn í næsta húsi. „Hann stóð sig vel,“ sagði Guan Hanwen stoltur. „Ótrúlegt!“

Á 18. holunni stóðu áhorfendur upp og klöppuðu og það var ekki ljóst hvorn þeim þótti koma meira til, hinum vinsæla tvöfalda sigurvegara Masters Ben Crenshaw eða 14 ára stráksins frá Kína, sem hafði spilað svo vel á fyrsta hring!

Og líkt og Guan væri að þakka fyrir sig setti hann boltann beint ofan í holu frá flatarkanti. Guan lauk keppni T-46 og er 7 höggum frá forystumönnunum Marc Leishman frá Ástralíu og Sergio Garcia frá Spáni, eftir 1. dag …. en a.m.k. 1 og næstmikilvægasti keppnisdagurinn er eftir – dagurinn í dag þar sem ræðst hvort Guan nær niðurskurði!

Guan Tianlang og Ben Crenshaw

Guan Tianlang og Ben Crenshaw

Crenshaw sagði: „Ég sé ekkert annað fyrir mér en að ferill hans (Guan) liggi beint upp á við.“

„Ég tel að þetta hafi verið vel gert í dag,“ sagði Guan og bætti við „en það er mikil vinna eftir, erfiðisvinna.“

Aðspurður hvort hann teldi sig geta unnið mótið, sem engum Mastersnýliða hefir tekist síðan 1979 sagði Guan:

„Líklega ekki þetta árið, en ég held að ég geti unnið það í framtíðinni.“

Aðspurður um hvert langtímamarkmiðið hans væri sagði Guan: „Að sigra á risamóti.“ Hann brosti og bætti við: „Vonandi get ég unnið öll risamótin á einu ári.“

Blaðamenn hlógu, en eftir það sem Guan hafði afrekað á vellinum, þá virðist það ekkert svo fjarri lægi!!!

Heimild: NY Times