Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 11. 2013 | 23:00

Garcia leiðir á Masters ásamt Leishman eftir 1. dag

Sergio Garcia leiðir á the Masters eftir 1. dag ásamt Ástralanum Marc Leishman. Báðir léku þeir 1. hring á 6 undir pari, 66 höggum.

Í 3. sæti er Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson, sem spilaði 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum.

6 kylfingar deila síðan 4 sætinu: Rickie Fowler, sem lét ömmu sína draga fyrir sig á par-3 mótinu í gær; Englendingurinn David Lynn, sem var fyrsti forystumaður mótsins og hélt henni lengi framan af; Spánverjinn Gonzalo Fdez-Castaño, Trevor Immelman frá Suður-Afríku og Bandaríkjamennirnir Fred Couples og Matt Kuchar. Allir spiluðu þeir á 4 undir pari, 68 höggum.

Tíunda sætinu deila Jim Furyk, Adam Scott og Zach Johnson á 3 undir pari, 69 höggum.

Það er ekki fyrr en í 13. sæti sem við finnum Tiger Woods, sem var á 2 undir pari 70 með 3 fugla og 1 skolla, en 13. sætinu deilir hann með 9 öðrum kylfingum, þ.á.m. Lee Westwood og Justin Rose.

Nr. 2 á heimslistanum, Rory McIlroy, er sem fyrr heillum horfinn í 33. sæti á sléttu pari.

Áhugamaðurinn Alan Dunbar vermir botnsætið var á 83 höggum, en best af áhugamönnunum lék Tianlang Guan, sem lék aðeins höggi síður en Rory á 1 yfir pari og er í 46. sætinu – Frábært hjá 14 ára strák, sem er að spila í 1. sinn á the Masters!

Til þess að sjá stöðuna  á Masters eftir 1. dag á Masters SMELLIÐ HÉR: