Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 12. 2013 | 10:20

Tiger byrjar að venju á 70 á Masters – Lindsey fylgdist með

Tiger Woods var með sitt venjubundna sigurupphafsskor 70 á the Masters í gær, sem er nákvæmlega sama skorið og hann var með þegar hann vann 3 af 4 Masters risamótssigrum sínum.

Tiger Woods á 1. hring á Masters 2013

Tiger Woods á 1. hring á Masters 2013

Tiger skramblaði fyrir pari tvisvar á fyrstu 3 holunum og var með 5 pör í röð á fyrsta hring sínum. Síðan náði hann fyrsta fugli sínum á 6. braut og annar fylgdi í kjölfarið á 8. braut og síðan bætti hann við 3ja og síðasta fugli sínum á hringnum á par-5 13. brautinni. Hann gaf aðeins 1 högg, þ.e. þegar hann þrípúttaði á 14. braut og fékk skolla.

„Ég spilaði stöðugt í dag og var með góðan hring,“ sagði Tiger, sem var í góðum málum eftir 1. hring í 13. sæti, sem hann deilir með 9 öðrum kylfingum.

Tiger hitti 9 af 14 brautum og 13 af 18 flötum og þurfti 30 pútt á hringinn. Hann var líka með skor upp á 70 á upphafshring sínum, þegar hann sigraði á Masters 1997, 2000 og 2002 og var á 74 höggum þegar hann vann 2005, eftir bráðabana við Chris DiMarco.

„Þessi golfvöllur á eftir að breytast dramatískt á morgun (þ.e. í dag),“ sagði Tiger og átti þar við rigninguna sem búist er við í dag. „Ég verð að laga mig að því.“

Lindsey Vonn fylgist meðTiger á Masters.

Lindsey Vonn fylgist meðTiger á Masters.

Meðal þeirra sem fylgdust  með Tiger voru mamma hans Tida, forstjóri Nike Phil Knight og kæresta Tiger, skíðadrottningin Lindsey Vonn Kynningu á Lindsey í  hennar eigin orðum má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Lindsey var í fallegum sumarkjól og hatt og haltraði um svæðið, en hún er enn að jafna sig í hnénu eftir fall í skíðabrekku í Schladmig í Austurríki.