Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2013 | 23:30

Bjarki Pétursson fór holu í höggi!

Afrekskylfingurinn Bjarki Pétursson, GB,  fór holu í höggi á 15. braut Islantilla á Spáni, fyrir 4 dögum síðan þ.e. þ. 13. apríl s.l. af hvítum teigum.

Á facebook síðu sinni segir Bjarki um draumahöggið:

„var um það bil hálfan metra hægra megin við flagg í stefnu, en lenti 3 metra yfir holu og spann til baka 🙂 […]  þetta (er alltaf)  jafn skemmtileg tilfinning að fara holu í höggi :)“

Bjarki Pétursson. Mynd: Í einkaeigu.

Bjarki Pétursson, GB, eftir að hann fór holu í höggi á Hamarsvelli 11. júlí 2012. Mynd: Í einkaeigu.

Þetta er ekki í 1. skiptið sem Bjarki nær draumahöggi allra kylfinga, en hann fór holu í höggi 11. júlí á síðasta ári, 2012, á 2. degi Meistaramóts Golfklúbbs Borgarness.  Draumahöggið þá sló hann á 14. braut Hamarsvallar, sem er 139 metrar af gulum teigum.

Hér má sjá mynd af Bjarka eftir ásinn á Islantilla:

Bjarki Péutsson, GB þegar hann fór holu í höggi á 15. braut Islantilla, 13. apríl 2013

Bjarki Péutsson, GB þegar hann fór holu í höggi á 15. braut Islantilla, 13. apríl 2013. Mynd: Í einkaeigu