Golflið Faulkner
Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2013 | 16:30

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Faulkner í 2. sæti eftir 2. dag á SSAC Championship

Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012, og „The Eagles“ golflið Faulkner háskólans taka sem stendur þátt í svæðamótinu, Southern States Athletic Conference (skammst. SSAC) Championships, sem fram fer í Lagoon Park, Montgomery, Alabama, dagana 15.-17. apríl.  Þátttakendur eru 54 frá 11 háskólum.

Eftir annan dag keppninnar er Hrafn í 9. sæti  í einstaklingskeppninni en hann dalaði svolítið í gær eftir 3 undir pari, 69 högga upphafshringinn sem skilaði honum í 2. sætið eftir 1. dag.

Hrafn er samtals búinn að leika á sléttu pari, 144 höggum (69 75) og er T-9 þ.e. deilir 9. sætinu með liðsfélaga sínum Hunter Fikes. Þeir félagar eru á 3.-4. besta skori í liðinu og telur árangur þerira  því í glæsiárangri Faulkner liðsins sem er í 2. sæti í liðakeppninni eins og er.  Lokahringurinn verður leikinn í kvöld.

Sjá má stöðuna eftir 2. hring á SSAC Championship í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má stöðuna eftir 2. hring á SSAC Championship í einstaklingskeppninni með því að SMELLA HÉR: