Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 17. 2013 | 09:00

Leikarinn Adam Scott þreyttur á Adam Scott bröndurum – Myndskeið

Ástralski kylfingurinn Adam Scott sigraði á The Masters mótinu, fyrstur Ástrala s.l. sunnudag. En það eru til fleiri Adamar Scott en kylfingurinn frægi, m.a. bandaríski leikarinn Adam Scott. Hann er þekktastur fyrir að leika í sjónvarpsþáttunum Parks & Recreation. Og sá er langt frá því ánægður með þróun mála og að nafni hans skuli hafa sigrað á risamótinu. Leikarinn fær nefnilega að heyra allskyns Adam Scott brandara, sem eru golftengdir og ganga út á leik hans.

Adam Scott og Adam Scott

Adam Scott og Adam Scott

Hann kom fram í þætti grínistans Conan O´Brian og kvartaði undan bröndurunum og bað bandarísku þjóðina að hætta þessu. Auðvitað notað Conan tækifærið til þess að grínast. En best er að skoða myndskeiðið sjálf….

Til þess að sjá myndskeið með leikaranum Adam Scott, þar sem hann kom fram í þætti grínistans Conan O´Brian  SMELLIÐ HÉR: