Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2013 | 12:00

Zurich Classic í beinni

Á fimmtudaginn hófst á TPC Louisiana vellinum, Zurich Classic of New Orleans mótið í Avondale, Louisiana, en mótið er hluti af PGA mótaröðinni.

Meðal heimsklassakylfinga, sem þátt taka í mótinu eru Justin Rose, Keegan Bradley, Thorbjörn Olesen, Ernie Els, Nicolas Colsaerts og 14 ára golfundrið Guan Tianlang, sem er yngsti kylfingur til að hafa keppt á the Masters risamótinu, komist í gegnum niðurskurðinn þar og líka í Zurich Classic.

Tiger er ekki með, en hann tekur sér yfirleitt 3 vikna frí eftir the Masters risamótið.

Nú fyrir lokahringinn er bandaríski kylfingurinn Lucas Glover í forystu. Spurning hvort honum tekst að sigra í fyrsta sinn síðan á Wells Fargo mótinu 8. maí 2011?

Til þess að sjá Zurich Classic í beinni   SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Zurich Classic eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: