
PGA: Billy Horschel er sigurvegari á Zurich Classic með lokahring upp á 64 högg!
Það var bandaríski kylfingurinn Billy Horschel sem vann sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni nú í kvöld þegar hann innsiglaði sigur sinn með glæsilokahring upp á 64 högg á Zurich Classic.
Samtals lék Horschel á 20 undir pari, 268 höggum (67 71 66 64). Á lokahringnum lék hann sem segir á 8 undir pari, fékk 9 fugla, 8 pör og 1 skolla.
Billy Horschel er 26 ára Flórídabúi og sjá má kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:
Aðeins 1 höggi á eftir Horschel í 2. sæti varð DA Points á samtals 19 undir pari, 269 höggum (66 68 70 65).
Í 3. sæti varð Kyle Stanley á samtals 17 undir pari, 271 höggum (72 67 65 67).
Forystumaður gærdagsins, Lucas Glover deildi 4. sætinu með Bandaríkjamanninum Bobby Gates á 15 undir pari.
Boo Weekly og Harris English urðu í 6. sæti á samtals 14 undir pari, hvor og efstur Evrópumanna í mótinu varð Belginn Nicolas Colsaerts, sem spilaði á samtals 13 undir pari og deildi 8. sæti með 7 öðrum.
Í 15. sæti voru 6 kylfingar á 12 undir pari, þ.á.m. stórkanónurnar Justin Rose, Ernie Els og Bubba Watson.
Kínverski strákurinn Guan Tianlang, sem komst í gegnum niðurskurð rak lestina í mótinu af þeim sem náðu niðurskurði, hafnaði í 71. sæti, en þar var aðallega um að kenna „slæmum 3. hring“, en Guan var búinn að jafna sig í dag að nokkru og spilaði á 74 höggum! Hans bíður eflaust glæsiframtíð í golfheiminum!!!
Til þess að sjá úrslitin á Zurich Classic SMELLIÐ HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022