Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 28. 2013 | 22:45

GL: Karl Ómar Karlsson ráðinn íþróttastjóri Golfklúbbsins Leynis

Karl Ómar Karlsson hefur verið ráðinn íþróttastjóri hjá Golfklúbbnum Leyni á Akranesi og mun hann hafa yfirumsjón með þjálfun barna- og unglinga hjá GL og vera golfkennari GL.

Karl Ómar hefur verið íþróttastjóri GL undanfarin ár og var samningur við hann endurnýjaður í apríl.

Karl Ómar hefur byggt upp öflugt og metnaðarfullt starf síðustu ár og bindur GL miklar vonir við að byggja enn frekar ofan á þá góðu vinnu.

Karl Ómar er PGA menntaður þjálfari frá Svíþjóð en hann lauk HGTU golfkennaranámi í Svíþjóð árið 2003 og hefur sótt ýmis námskeið á vegum norska- og sænska golfsambandsins ásamt því að koma að kennslu, þjálfun og liðstjórn fyrir Golfsamband Íslands.

Karl Ómar er menntaður íþróttakennari (1993) og hefur starfað sem slíkur í 20 ár segir í fréttatilkynningu frá GL.