Carlota Ciganda
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 11:30

LET: Carlota Ciganda leiðir Turkish Airlines Ladies Open eftir 1. dag

Það er spænski kylfingurinn Carlota Ciganda, sem leiðir eftir 1. hring Turkish Airlines Ladies Open.

Hún kom í hús í gær á 4 undir pari, 69 höggum; fékk 5 fugla og 1 skolla.

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Ciganda, þ.e. á 3 undir pari, 70 höggum,   voru 4 kylfingar: Sarah Kemp, Cecilie Lundgreen, Lee-Anne Pace og Carmen Alonso.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag og fylgjast með 2. hring, sem er þegar byrjaður SMELLIÐ HÉR: