
Vijay Sing í mál við PGA… en spilar eftir sem áður á The Players
Flestir sem unna golfi voru slegnir þegar fréttist að ein af fyrirmyndunum golfsins, Vijay Singh frá Fidji-eyjum hefði notað ólögleg efni, sem væru á bannlista PGA Tour, en hér er átt við hreindýrahornsspreyið margnefnda. Í kjölfarið var Singh dreginn niður í svaðið og upp úr háði sbr. t.d. meðfylgjandi mynd af kappanum:
Veltu menn fyrir sér framhaldinu og hvaða refsingu Vijay myndi fá í kjölfarið.
Í síðasta mánuði kom síðan niðurstaðan frá PGA Tour að Vijay Singh hefði ekki gerst brotlegur við vímuvarnaráætlun mótaraðarinnar.
Nú hefir Vijay höfðað mál fyrir dómi í NY gegn PGA Tour, vegna ærumeiðinga í sinn garð og vanhæfni PGA mótaraðarinnar að taka á máli sínu.
Þrátt fyrir málshöfðunina spilar Vijay á The Players, móti PGA mótaraðarinnar, en þar virðist anda köldu milli hans og áhorfenda, jafnt sem annarra leikmanna.
Vijay hefir m.a. verið líkt við hálfeyjugrínið fræga á TPC Sawgrass – hann virðist í dag sem eyland sem aðeins tengist PGA Tour með örlitlum strimli lands.
Þegar hann gekk t.a.m. að 1. teig mætti honum t.a.m. maður með „hreindýrahornshatt“ sem eru vinsælir minjagripir (sjá mynd hér að neðan):
Á 3. braut þurfti Vijay að hlusta á eineltissöngva á borð við „Stay away from the spray“ (Haltu þér frá (hreindýrahorns) spreyinu).
Vijay telur í málinu að ásakanir PGA Tour, um notkun hans á ólöglegum efnum, sem síðan áttu ekki við rök að styðjast hafi eyðilagt gott orðspor hans sem íþróttamanns, varpað rýrð á feril hans, auk þess sem hann hafi orðið fyrir allskyns óþægindum af völdum málsins sbr. ofangreint.
Vijay fer fram á bætur að álitum.
Eftir 1. dag The Players er hinn 50 ára Vijay í 99. sæti og óvíst hvort hann nái að komast í gegnum niðurskurð.
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022