Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 11:55

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn á besta skori Wake Forest á NCAA svæðamótinu

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og golflið Wake Forest taka þátt í NCAA Central svæðamótinu, sem fram fer í Jimmie Austin OU Golf Club, í Austin, Oklahoma dagana 9.-11. maí 2013.  Þátttakendur eru 126 frá 24 háskólum.

Fyrsti hringurinn var leikinn í gær.

Eftir 1. daginn er Ólafía Þórunn á besta skori Wake Forest, sléttu pari, 72 höggum en hún fékk 2 fugla, 14 pör og 2 skolla á hringnum í gær. Í einstaklingskeppninni er Ólafía Þórunn í 26. sæti.

Golflið Wake Forest er í 17. sæti í liðakeppninni.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á NCAA Central svæðamótinu og fylgjast með gengi Ólafíu Þórunnar í kvöld SMELLIÐ HÉR