Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2013 | 05:30

PGA: Castro efstur – jafnaði vallarmetið á TPC Sawgrass – hápunktar og högg 1. dags

Bandaríski kylfingurinn Roberto Castro leiðir eftir 1. dag The Players mótsins í Flórída, sem hófst í gær.

Hann jafnaði vallarmetið á TPC Sawgrass, kom í hús á 9 undir pari, 63 glæsihöggum.  Skorkortið var einkar glæsilegt en hann skilaði því „hreinu“ þ.e. fékk 1 örn, 7 fugla og 10 pör, m.ö.o. ekkert verra en par.

Í 2. sæti, heilum 3 höggum á eftir Castro eru Rory McIlroy og Zach Johnson á 6 undir pari, 66 höggum.

Hópur 6 kylfinga deilir síðan með sér 4. sætinu, en þeirra á meðal eru nr. 1 á heimslistanum Tiger Woods og Steve Stricker.  Þeir hafa allir spilað á 5 undir pari, 67 höggum, þ.e. byrja ágætlega.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á The Players SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á The Players SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 1. dags á The Players, sem bandaríski kylfingurinn Jason Dufner átti SMELLIÐ HÉR: