Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 11. 2013 | 01:30

PGA: Tiger höggi á eftir Garcia

Þegar The Players er hálfnað er spænski kylfingurinn Sergio Garcia í forystu á samtals 11 undir pari, samtals 133 höggum (68 65) og Tiger Woods aðeins 1 höggi á eftir á samtals 10 undir pari, samtals 134 höggum (67 67).

Þrír deila 3. sætinu á samtals 9 undir pari hver: Bandaríkjamaðurinn Kevin Chappell, Lee Westwood og Henrik Stenson.

Í 6. sæti á samtals 8 undir pari eru einnig 3 kylfingar: Svíinn David Lingmerth, Casey Wittenberg og Ryan Palmer.

Það er ekki fyrr en í 9. sæti sem við finnum ástralska sigurvegara the Masters í ár, Adam Scott en hann deilir 9. sætinu með Matt Kuchar, Zach Johnson og Hunter Mahan á samtals 7 undir pari, hver.

Nr. 2 á heimslistanum Rory McIlroy deilir 13. sæti með 6 öðrum kylfingum sem allir hafa leikið á samtals 6 undir pari.

Loks mætti geta að forystumaður gærdagsins, Roberto Castro er dottinn niður í 29. sæti, en hann náði ekki að fylgja jöfnun vallarmetsins síns glæsilega upp á 63 högg frá því í fyrradag eftir – átti slælegan hring upp á 78 högg.

Til þess að sjá stöðuna þegar The Players er hálfnað SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. hrings á The Players SMELLIÐ HÉR:  

Til þess að sjá högg 2. dags á The Players, sem Jerry Kelly átti  SMELLIÐ HÉR: