Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2013 | 00:45

PGA: David Lingmerth leiðir fyrir lokahringinn á The Players

Það er Svíinn David Lingmerth, sem tekið hefir forystu á Players mótinu eftir 3. dag og fyrir lokahringinn, sem spilaður verður á morgun.

Lingmerth er samtals búinn að leika á 8 undir pari, 136 höggum (68 68) og er á 4 undir pari á 17. holu á 3. hring en leik var frestað vegna myrkurs og því á hann eftir að leika síðustu holu sína á 3. hring.

Í 2. sæti 2 höggum á eftir Lingmerth á samtals 10 undir pari,  eru Tiger Woods (sem á eftir að spila 4 holur); Henrik Stenson (sem á eftir að spila 2 holur) og Sergio Garcia, sem á líkt og Tiger eftir að spila 4 holur.

Meðal þess fréttnæmasta á The Players í gær var að bandaríski kylfingurinn Chris Stroud fór holu í höggi á 13. holu TPC Sawgrass, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Þréttánda brautin er 168 m löng og þetta er 11. ásinn á 13. holuna á TPC Sawgrass í The Players mótinu og í 2. sinn sem farin er hola í höggi í þessu móti en Michael Thompson fékk ás á 8. holu í gær.

Til þess að sjá stöðuna á The Players eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: