Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2013 | 23:30

PGA: Tiger sigraði á The Players

Það var Tiger sem stóð uppi sem sigurvegari á the Players 2013!

Vatnahöggið hans á 14. og skrambinn sem hann fékk  í kjölfarið fengu hjartað næstum til þess að stoppa og óttast að gamlir mistakataktar væru farnir að gera vart við sig en …. hann spilaði eins og herforingi það sem eftir var hringsins… og lét hina um mistökin.

Samtals lék Tiger á 13 undir pari, 275 höggum (67 67 71 70) – sem var 2 höggum betri spilamennska, en þeir sem næstir komu.

Þeir sem urðu í 2. sæti  voru Kevin Streelman (sem sýndi glæsitakta á köflum); hinn 49 ára gamli Jeff Maggert, sem átti tækifæri á að verða elsti sigurvegari mótsins og  sænski nýliðinn David Lingmerth .

Fimmta sætinu deildu Henrik Stenson, Martin Laird og Ryan Palmer á samtals 10 undir pari, 278 höggum, hver.

Sjö kylfingar deildu síðan 8. sætinu á samtals 7 undir pari, hver þ.á.m. Sergio Garcia, Rory McIlroy og Lee Westwood.

Til þess að sjá úrsltin á The Players 2013 SMELLIÐ HÉR: