Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 13. 2013 | 00:30

GK: Rúnar Arnórsson lauk keppni í 24. sæti á Irish Amateur Open Championship

Rúnar Arnórsson, GK, lauk keppni á Irish Amateur Open Championship mótinu sem fram fór á Royal Dublin á Írlandi. Þátttakendur voru 120.

Rúnar hafnaði í 24. sæti sem er stórglæsilegur árangur, en mótið er mjög sterkt.

Rúnar lék samtals á 13 yfir pari, 301 höggi (76 76 73 76).

Rúnar sagði m.a. í samtali við Golf 1 að í mótinu hefðu verið „mjög erfiðar aðstæður, rok og rigning með köflum.“

Sjá má úrslitin á Irish Amateur Open Championship með því að SMELLA HÉR: