Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 12. 2013 | 20:00

LET: Lee-Anne Pace sigraði á Turkish Airlines Ladies Open

Það var Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku sem stóð uppi sem sigurvegari á Turkish Airlines Ladies Open mótinu.

Hún spilaði á samtals 3 undir pari, 289 höggum (70 77 70 72).  Þetta er sjötti titill Pace á LET og sá fyrsti í 3 ár.

„Þetta er svo sannarlega einn af erfiðustu golfvöllunum vegna þess að flatirnar verða mun erfiðari eftir því sem líður á vikuna.  Þetta er þröngur golfvöllur þanig að auðvitað verður maður að halda boltanum í leik,“ sagði Pace m.a. eftir að titillinn var í höfn.“

Öðru sætinu deildu þær Carlota Ciganda frá Spáni;  fyrrum W-7 módelið finnska Minea Blomqvist og enski nýliðinn á LET, Charley Hull, aðeins 1 höggi á eftir þ.e á samtals 2 undir pari, 290 höggum, hver.

Til þess að sjá úrslitin á Turkish Airlines Ladies Open mótinu SMELLIÐ HÉR: