
Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Birgir Björn Magnússon, GK. Birgir Björn er fæddur 12. maí 1997 og á því 16 ára afmæli í dag. Hann varð Íslandsmeistari í höggleik í flokki 14 ára og yngri stráka 2011. Birgir Björn innsiglaði Íslandsmeistaratitilinn með stæl 8. ágúst 2011, en hann setti nýtt vallarmet af rauðum í Grafarholtinu við það tækifæri spilaði á -7 undir pari, 64 glæsihöggum og fékk auk þess örn á par-5 15. braut Grafarholtsins, sem mörgum finnst ein erfiðasta golfbraut landsins.

Birgir Björn Magnússon að fara að slá aðhöggið á 15. braut fyrir erni. Hann lauk hringnum með skor upp á 64 högg og varð Íslandsmeistari 14 ára og yngri, 8. ágúst 2011, með glæsibrag! Mynd: Golf 1
Síðastliðið sumar, 2012, spilaði Birgir Björn bæði á Unglingamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni. Hann byrjaði árið í fyrra á því að fara í æfingaferð með landsliðshópnum, völdum af Úlfari Jónssyni, til Eagle Creek í Flórída. Um vorið 2012 fór Birgir Björn holu í höggi á 8. holu Garðavallar á Akranesi.
Birgir Björn varð í 5. sæti á 1. móti Unglingamótaraðar Arion banka á Garðavelli; síðan varð hann í 3. sæti á á 2. móti Unglingamótaraðar Arion banka. á Þverárvelli, 3. júní 2012.
Síðan náði Birgir Björn þeim glæsilega árangri að landa 7. sætinu á Finish International Junior Championship, sem fram fór 27.-29. júní 2012.
Birgir Björn varð í 2. sæti í Íslandsmótinu í höggleik 15-16 ára drengja, í mótinu í Kiðjaberginu:

Sigurvegarar á Íslandsmóti unglinga í höggleik í drengjaflokki 15-16 ára: Birgir Björn Magnússon, GK, varð í 2. sæti; Gísli Sveinbergsson, GK, Íslandsmeistari í höggleik í drengjaflokki; Ernir Sigmundsson, 3. sæti. Mynd: golf.is
Birgir Björn varð síðan Íslandsmeistari í holukeppni 2012:

Íslandsmeistarinn í holukeppni í drengjaflokki, Birgir Björn Magnússon, GK, f.m.; Aron Snær Júlíusson, GKG, t.v. hlaut 2. sætið og Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG, t.h.i hlaut 3. sætið. Mynd: gsimyndir.net
Loks varð Birgir Björn Íslandsmeistari sveitakeppni GSÍ í drengjaflokki með A-sveit Keilis:

Íslandsmeistarar í sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri drengja – A-sveit Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, skipuð 4 Íslandsmeisturum. F.v. : Atli Már Grétarsson, Helgi Snær Björgvinsson, Birgir Björn Magnússon (heldur á Íslandsmeistaraverðlaunagripnum), Henning Darri Þórðarson og Gísli Sveinbergsson. Lengst til vinstri er liðsstjóri og þjálfari drengjanna Sigurpáll Geir Sveinsson. Mynd: gagolf.is
Birgir á ekki langt að sækja golfhæfileikana, en foreldrar hans eru Magnús Birgisson, golfkennari MP Academy og Ingibjörg Guðmundsdóttir. Birgir Björn á tvo bræður Sindra og Pétur. Komast má á síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan

- maí. 24. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bill Haas og Nick Dougherty – 24. maí 2022
- maí. 23. 2022 | 22:00 PGA Championship 2022: Justin Thomas sigraði!!!
- maí. 23. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Olga Gunnarsdóttir – 23. maí 2022
- maí. 15. 2022 | 23:59 PGA: KH Lee sigraði á AT&T Byron Nelson mótinu
- maí. 15. 2022 | 21:00 NGL: Axel Bóasson sigraði á Rewell Elisefarm Challenge
- maí. 15. 2022 | 20:00 LPGA: Minjee Lee sigraði á Cognizant Founders Cup
- maí. 15. 2022 | 18:00 Evróputúrinn: Horsefield sigraði á Soudal Open
- maí. 15. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ken Venturi ——– 15. maí 2022
- maí. 14. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (20/2022)
- maí. 14. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Hafsteinn Baldursson og Shaun Norris – 14. maí 2022
- maí. 13. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Finnur Sturluson – 13. maí 2022
- maí. 12. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birgir Björn Magnússon – 12. maí 2022
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022