Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2013 | 10:00

9 mót – 530 spila golf í mótum í dag 2. í Hvítasunnu

Það eru 9 mót sem fara fram í dag.

Seinni hlut Íslandsbankamótaraðar unglinga fer fram í Þorlákshöfn (þar sem mótinu var frestað vegna kulda og hvassviðris í gær). 130 börn og unglingar keppa.

Tvö eldri kylfinga mót fara fram í dag. Í Leirunni fer fram MP banka LEK mót og taka 68 þátt. Í GKJ er haldið 3. úrtökumót fyrir val á sveitum eldri kylfinga, en ekkert er gefið upp um þátttakandafjölda.

Opnunarmót Bakkakots fer fram í Mosfellsdalnum og er það innanfélagsmót þar sem 27 taka þátt. Annað innanfélagsmót er haldið á Hellu, Hvítasunnumótið og er þátttakendur þar 19.  Og Afmælismót hefir farið fram hjá GKV og voru þátttakendur 7.

Í Setberginu í Hafnarfirði er Opna Hreyfismótið haldið og eru þátttakendur 64.

Á Dalvík er Lyf- og Heilsumótið á dagskrá en óvíst að það fari fram vegna snjóa og slæms veðurs fyrir norðan. Aðeins 1 er skráður í mótið.

Fjölmennasta mótið í dag er Opna TaylorMade/Adidas mótið, sem að venju fer fram í Korpunni og eru 148 skráðir í mótið.

Loks fer Hvítasunnumót Guðmundar B. Hannah fram hjá GL og er þátttakendur 70.

Af ofangreindu sést að um 530 manns spila golf í mótum í dag og öruglegga nokkuð fleiri sem bara spila golf í dag sér til skemmtunar!