Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2013 | 01:30

PGA: Bae með 1.sigurinn á PGA

Það var Sang Moon Bae frá Suður-Kóreu, sem vann fyrsta sigur sinn á PGA Tour þegar hann vann HP Byron Nelson mótið í Irving, Texas í kvöld.

Bae var á samtals 13 undir pari, 267 höggum (66 66 66 69).

Í 2. sæti varð maðurinn, sem búinn er að leiða allt mótið, Keegan Bradley, 2 höggum á eftir á samtals 11 undir pari, 269 höggum (60 69 68 72) og má segja að hann hafi gefið mótið frá sér á lokahringnum, sem var eini hringur hans yfir 70.

Í 3. sæti var risamótsmeistarinn suður-afríski Charl Schwartzel á samtals 10 undir pari og í 4. sæti varð nýliðinn Justin Bolli aðeins 1 höggi á eftir þ.e. á samtals 9 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á HP Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta á 4. hring HP Byron Nelson SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á HP Byron Nelson sem Sang Moon Bae átti SMELLIÐ HÉR: