Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 19. 2013 | 16:15

GMac sigraði í Búlgaríu

Eftir spennandi viku og öllu sem gerst getur í holukeppni á frábæra, nýja Þrakíu golfvellinum í Búlgaríu stóð Norður-Írinn Graeme McDowell uppi sem sigurvegari í 48. Volvo World Match Play Championship.

McDowell er 33 ára og nr. 8 á heimslistanum.

Í spennandi úrslitaleik hafði McDowell betur gegn Thongchai Jaidee frá Thaílandi 2&1.

Hann fær því þátttökurétt í Volvu Golf Champions 2014.

Sjá má allar niðurstöður mótsins með því að  SMELLA HÉR: 

Sjá má heimasíðu mótsins með því að SMELLA HÉR: