Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 20. 2013 | 04:00

LPGA: Jennifer Johnson sigraði í 1. sinn á LPGA á Mobile Classic

Tiltölulega óþekktur kylfingur, Jennifer Johnson frá Bandaríkjunum vann sinn fyrsta sigur á LPGA mótaröðinni þ.e. á Mobile Bay LPGA Classic mótinu sem lauk í gær.

Ýmsir þekktari kylfingar s.s. Chella Choi, Jessica Korda og Lexi Thompson voru búnar að skiptast á um forystuna í lok hvers keppnisdags mótsins, dagana þar á undan.

Lexi hellir vatni á vinkonu sína og fyrrum liðsfélaga í Curtis Cup liði Bandaríkjanna 2010; sigurvegara Mobile Bay LPGA Classic: Jennifer Johnson. Mynd: LPGA

Lexi hellir vatni á vinkonu sína og fyrrum liðsfélaga í Curtis Cup liði Bandaríkjanna 2010; eftir sigur þeirrar síðarnefndu á Mobile Bay LPGA Classic: Jennifer Johnson. Mynd: LPGA

Jennifer Johnson lék á samtals 21 undir pari, 267 höggum (67 70 65 65).  Hún er sem stendur í 78. sæti á Rolex-heimslista kvenna og ekki ólíklegt að hún hækki á listanum eftir sigurinn.

 Johnson byrjaði að spila golf 9 ára, en í dag eru hún 21 árs (fædd 8. ágúst 1991 og á þ.a.l. sama afmælisdag og Webb Simpson og Karin Sjödin). Nýliðaár hennar á LPGA var 2011 en þar áður spilaði Johnson á Symetra Tour. Johnson nam viðskiptafræði  í Arizona State þar sem hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu. Hún var m.a. í sigursælu Curtis Cup liði Bandaríkjamanna 2010 (ásamt Lexi Thompson og Jessie Korda).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Johnson urðu Jessica Korda og Pornanong Phatlum á samtals 20 undir pari, 268 höggum, hvor.

Til þess að sjá úrslitin á Mobile Bay LPGA Classic SMELLIÐ HÉR: