
GKV: Kjartan, Anna Huld og Brynjar sigruðu í afmælismóti GKV
Kjartan Kárason formaður GKV bar sigur úr býtum á afmælismótinu sem haldið var 18. maí í brakandi sumarblíðu á Golfvellinum í Vík. Logn og 14 gráðu hiti lék við klúbbmeðlimi sem mættu á mótið. Kjartan sigraði í höggleik á 75 höggum eða 3 yfir pari. Í punktakeppni í kvennaflokki sigraði Anna Huld Óskarsdóttir á 28 punktum og Brynjar Vigfússon vann yfirburðasigur í karlaflokki og fékk hvorki fleiri né færri en 47 punkta. Afmælismótið var haldið í tilefni af 20 ára afmæli GKV og var frestað frá því í fyrra.
Nándarverðlaun voru veitt á par 3 brautum og gáfu veitingahús í Vík verðlaun. Veitingahúsin Halldórskaffi, Ströndin og Suður-Vík gáfu öll gjafabréf, hvert fyrir eina af par 3 holunum.
Völlurinn er kominn í toppstand og hefur klæðst sumarbúningi. Allt kapp er lagt á að völlurinn verði í óaðfinnanlegu standi fyrir UMFÍ 50+ mótið sem fram fer á Víkurvelli 8. júní.
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ
- janúar. 19. 2021 | 19:00 GA: Veigar hlaut háttvísibikarinn 2020
- janúar. 19. 2021 | 18:00 Paige Spiranac segir Tiger ekkert skrímsli þrátt fyrir framhjáhald
- janúar. 19. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Tommy Fleetwood – 19. janúar 2021
- janúar. 19. 2021 | 10:00 PGA: Jon Rahm dregur sig úr móti vikunnar
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open