Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 13:45

Viðtal við Sharmilu Nicolette

Sharmila Nicollet náði besta árangri sínum, þ.e. 17. sætinu á Evrópumótaröð kvenna á the Turkish Airlines Ladies Open. Nicollet, sem var í 38. sæti hífði sig upp með lokahringnum upp á 1 undir pari, 72 höggum þrátt fyrir að hafa fengið skolla og skramba um miðbik hringsins. Þetta var í fyrsta sinn sem Nicollet náði niðurskurði í ár og það mun eflaust gefa henni mikið sjálfstraust í næstu keppnum.  Blaðafulltrúi LET lagði 18 spurningar fyrir þennan indverska kylfing   Hver veitir þér mestan innblástur? Mamma. Hvaða kylfing lítur þú mest upp til ? Tiger Woods og Adam Scott! Hver er mesta breytingin sem þú hefir orðið vör við í golfi s.l. 10 ár: Þegar Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 13:30

Birgir Leifur á glæsilegum 67 höggum á 2. degi í Svíþjóð

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, átti glæsilegan 2. hring á Landskrona Masters  í Svíþjóð en mótið er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Hann lék á 4 undir pari, 67 höggum og er því samtals búinn að spila á 1 undir pari, 141 höggi (74 67). Mótið fer fram í Landskrona í Svíþjóð. Þáttakendur eru 156. Telja verður mjög líklegt að Birgir Leifur sé kominn í gegnum niðurskurð eins og skortaflan lítur út nú – þó margir eigi eftir að ljúka keppni – niðurskurðarlínan er nú við parið. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í Landskrona Masters SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 13:15

Ólafur Björn á 76 í N-Karólínu

Ólafur Björn Loftsson, NK lék í gær 1. hring sinn á Willow Creek Open, sem er hluti af eGolf-mótaröðinni. Spilað var í High Point Country Club í Willow Creek, Norður-Karólínu.  Þátttakendur eru 149. Ólafur Björn lék á 4 yfir pari, 76 höggum og hefði örugglega óskað sér aðra byrjun á mótinu. Á hringnum fékk Ólafur Björn 15 pör, 2 skolla og 1 skramba. Eftir 1. dag er Ólafur Björn í 123. sæti. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Willow Creek Open  SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 13:00

GSÍ og Securitas í samstarf

Golfsamband Íslands og Securitas skrifuðu í dag undir samstarfssamning til þriggja ára. Samstarfið varðar mótaröð þeirrra bestu en Securitas hefur verið styrktaraðili GSÍ og golfíþróttarinnar í landinu til margra ára. Samstarfið er á breiðum grundvelli en samstarfsaðilar verða einnig samkostendur Golfsambandsins á golfþáttum sumarsins sem sýndir verða á RÚV. Að auki verða þeir samkostendur að beinum útsendingum RÚV af Íslandsmótinu sem fram fer á Korpúlfsstaðavelli dagana 27. til 28. júlí. „Samstarfið við Securitas hefur verið mjög gott og það er mikilvægt fyrir GSÍ að geta tengt sig við öflugt fyrirtæki sem hefur framsækna stefnu og er leiðandi á sínu sviði“ segir Stefán Garðarsson, markaðs- og sölustjóri GSÍ. „Það er okkur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 12:45

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Faulkner höfnuðu í 8. sæti í landsmótinu í Oregon

Dagana 14.-17. maí s.l. tóku Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE og golflið Faulkner háskólans, „The Eagles“ þátt í landsmóti (ens.: NAIA Men´s Golf Championship) í Salem, Oregon. Spilað var á golfvelli Creekside golfklúbbsins. Þetta var í 1. sinn í sögu skólans sem „The Eagles“ komust áfram í landmótið.  Þátttakendur voru 91 frá 17 háskólum. Hrafn varð T-59, á samtals 20 yfir pari, 308 höggum (81 79 70 78) í einstaklingskeppninni.  Þriðji hringurinn var sérlega flottur hjá Hrafni!!! Golflið Faulkner hafnaði í 8. sætinu, sem er ansi góður árangur!!! Sjá má úrslitin í einstaklingskeppninni í landsmótinu í Salem, Oregon í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:  Sjá má úrslitin í liðakeppninni í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn bætti sig um 4 högg milli hringja!

Ólafía Þórunn lék í gær 2. hringninn á landsmótinu í bandaríska háskólagolfinu, sem fram fer í Athens, Georgíu. Hún er samtals búin að leika á 10 yfir pari, 154 höggum (79 75). Hún bætti sig því um 4 högg milli hringja. Ólafía Þórunn er sem stendur í 104. sæti af 126 keppendum. Hún spilar sem einstaklingur í landsmótinu en lið hennar Wake Forest komst ekki áfram úr svæðisúrslitunum. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag landsmótsins í Athens, Georgíu í bandaríska háskólagolfinu SMELLIÐ HÉR:   

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 11:30

Adidas styrktaraðili Sergio Garcia óánægður með kynþáttaníð hans í garð Tiger

Óvild Sergio Garcia og Tiger í garð hvors annars er alltaf að taka nýjar stefnur. Það nýjasta er að íþróttavörurisinn þýski Adidas, sem m.a. á TaylorMade er afar óánægður með meint kynþáttaníð Sergio Garcia í garð Tiger, þegar sá fyrrnefndi sagðist myndu bjóða Tiger í mat og reiða fram djúpsteiktan kjúkling. Sergio iðraðist þá þegar og notaði orðið „sorrý“ 11 sinnum og „afsökun“ (ens. apology) fimm sinnum í gær þegar hann sagði blaðamönnum hversu mjög hann sæi eftir að hafa grínast með að ætla að bjóða Tiger í mat og bjóða honum djúpsteiktan kjúkling. Djúpsteiktur kjúklingur er stereotýpískt komment notað um þeldökka Bandaríkjamenn, sérstaklega í Suðurríkjum Bandaríkjanna en sá matur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2013 | 20:30

Birgir Leifur á 74 í Svíþjóð

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í Landskrona Masters mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni. Mótið fer fram í Landskrona í Svíþjóð. Þáttakendur eru 156. Birgir Leifur lék 1. hringinn á 3 yfir pari, 74 höggum og er í 87. sæti eftir 1. dag. Hann fékk 4 fugla, 10 pör, 2 skolla og 2 skramba á hringnum í dag. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Landskrona Masters SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2013 | 20:30

Guan spilar á St. Jude Classic

Styrktaraðilar keppast við um að bjóða hinum 14 ára Guan Tianlang undanþágur um að spila í mótum sínum. Það nýjasta er að hann hefir þegið boð styrktaraðila um að spila í Fedex St. Jude Classic mótinu, sem fram fer 6.-9. júní á TPC Southwind í Memphis, Tennessee. Þetta þýðir að Guan spilar í 2 PGA Tour mótum í röð, en tilkynnt var fyrr í vikunni um að hann hefði fengið sérstakt boð frá sjálfum Jack Nicklaus um að spila í móti þess síðarnefnda, The Memorial, í Ohio í næstu viku. „Að bjóða Guan var „no-brainer“ (þ.e. það þurfti ekki mikla umhugsun að bjóða Guan í mótið),”  sagði mótsstjóri St. Jude Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2013 | 17:30

GR: Berglind á besta skori kvenna á TaylorMade Adidas mótinu

Fyrsta opna mót sumarsins, Opna TaylorMade/Adidas mótið í samvinnu við Örninn golfverslun, fór fram annan í Hvítasunnu, mánudaginn 20. maí 2013. Alls tóku þátt 134 keppendur og léku í sólríku en vindasömu veðri á Korpunni. Leikin var punktakeppni sem og höggleikur í þremur flokkum: Almennur flokkur karla, almennur flokkur kvenna og höggleikur karla með forgjöf 4,4 og lægri. Verðlaun voru einnig veitt fyrir besta skor kvenna sem og þeim sem næstir voru holu á öllum par 3 holum vallarins. Úrslitin voru eftirfarandi: Höggleikur karla 4,4 og lægra í forgjöf: 1. Sturla Ómarsson GR – 74 högg (betri á síðustu 3 holum skv. keppnisskilmálum) 2. Kristján Þór Einarsson GKJ – 74 Lesa meira