Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2013 | 20:30

Birgir Leifur á 74 í Svíþjóð

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í Landskrona Masters mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League mótaröðinni.

Mótið fer fram í Landskrona í Svíþjóð. Þáttakendur eru 156.

Birgir Leifur lék 1. hringinn á 3 yfir pari, 74 höggum og er í 87. sæti eftir 1. dag. Hann fékk 4 fugla, 10 pör, 2 skolla og 2 skramba á hringnum í dag.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag í Landskrona Masters SMELLIÐ HÉR: