Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn bætti sig um 4 högg milli hringja!

Ólafía Þórunn lék í gær 2. hringninn á landsmótinu í bandaríska háskólagolfinu, sem fram fer í Athens, Georgíu.

Hún er samtals búin að leika á 10 yfir pari, 154 höggum (79 75). Hún bætti sig því um 4 högg milli hringja.

Ólafía Þórunn er sem stendur í 104. sæti af 126 keppendum.

Hún spilar sem einstaklingur í landsmótinu en lið hennar Wake Forest komst ekki áfram úr svæðisúrslitunum.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag landsmótsins í Athens, Georgíu í bandaríska háskólagolfinu SMELLIÐ HÉR: