Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 22. 2013 | 20:30

Guan spilar á St. Jude Classic

Styrktaraðilar keppast við um að bjóða hinum 14 ára Guan Tianlang undanþágur um að spila í mótum sínum.

Það nýjasta er að hann hefir þegið boð styrktaraðila um að spila í Fedex St. Jude Classic mótinu, sem fram fer 6.-9. júní á TPC Southwind í Memphis, Tennessee.

Þetta þýðir að Guan spilar í 2 PGA Tour mótum í röð, en tilkynnt var fyrr í vikunni um að hann hefði fengið sérstakt boð frá sjálfum Jack Nicklaus um að spila í móti þess síðarnefnda, The Memorial, í Ohio í næstu viku.

„Að bjóða Guan var „no-brainer“ (þ.e. það þurfti ekki mikla umhugsun að bjóða Guan í mótið),”  sagði mótsstjóri St. Jude Classic Phil Cannon í fréttatilkynningu. „Hann hefir svo sannarlega vakið mikla athygli í íþróttaheiminum. Og við erum spenntir yfir því að áhangendur okkar fá að verða vitni að sögulegum leik (hans).“

Mótið verður 5. PGA Tour mótið Guan í ár (en til gamans má geta að Guan fær ekki einu sinni að taka þátt í nokkrum mótum í Kína vegna þess að hann er ekki nógu gamall!!! 🙂 )

Ferill hans í mótunum sem hann hefir tekið þátt í á PGA Tour, það sem af er, er einkar glæsilegur en hann komst s.s. allir muna í gegnum niðurskurð á the Masters risamótinu, yngstur allra og síðan einnig í Zurich Classic áður en hann komst ekki í gegnum niðurskurð í síðustu viku á HP Byron Nelson Championship.

Það verður gaman að fylgjast með Guan á The Memorial og síðan á St. Jude´s, vikuna þar á eftir!