Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 12:45

Bandaríska háskólagolfið: Hrafn og Faulkner höfnuðu í 8. sæti í landsmótinu í Oregon

Dagana 14.-17. maí s.l. tóku Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE og golflið Faulkner háskólans, „The Eagles“ þátt í landsmóti (ens.: NAIA Men´s Golf Championship) í Salem, Oregon. Spilað var á golfvelli Creekside golfklúbbsins.

Þetta var í 1. sinn í sögu skólans sem „The Eagles“ komust áfram í landmótið.  Þátttakendur voru 91 frá 17 háskólum.

Hrafn varð T-59, á samtals 20 yfir pari, 308 höggum (81 79 70 78) í einstaklingskeppninni.  Þriðji hringurinn var sérlega flottur hjá Hrafni!!!

Golflið Faulkner hafnaði í 8. sætinu, sem er ansi góður árangur!!!

Sjá má úrslitin í einstaklingskeppninni í landsmótinu í Salem, Oregon í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má úrslitin í liðakeppninni í landsmótinu í Salem, Oregon í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR: