Sharmila Nicolette
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 13:45

Viðtal við Sharmilu Nicolette

Sharmila Nicollet náði besta árangri sínum, þ.e. 17. sætinu á Evrópumótaröð kvenna á the Turkish Airlines Ladies Open.

Nicollet, sem var í 38. sæti hífði sig upp með lokahringnum upp á 1 undir pari, 72 höggum þrátt fyrir að hafa fengið skolla og skramba um miðbik hringsins.

Þetta var í fyrsta sinn sem Nicollet náði niðurskurði í ár og það mun eflaust gefa henni mikið sjálfstraust í næstu keppnum.  Blaðafulltrúi LET lagði 18 spurningar fyrir þennan indverska kylfing

 

Hver veitir þér mestan innblástur? Mamma.

Hvaða kylfing lítur þú mest upp til ? Tiger Woods og Adam Scott!

Hver er mesta breytingin sem þú hefir orðið vör við í golfi s.l. 10 ár: Þegar maður lítur aftur til árþúsundsskiptanna þá er það þróunin í golfútbúnaði og æfingabúnaði, allt er sérsniðið nú og eins aukin þekking á sérstökum æfingum og mataræði fyrir kylfinga (litið er nú réttilega á topp kylfinga sem íþróttamenn). Eins hefir hæfum þjálfurum og golfakademíum fjölgað, golfnámskeið eru orðin lengri og erfiðari á túrnum. Þetta veldur því að kylfingar ná toppárangri yngri og nú er mun meiri samkeppni sem hefur gert mörg okkur að betri leikmönnum. 

Ef ég væri ekki atvinnumaður í golfi myndi ég vera: sundkona, fatahönnuður eða í ilmvatnsbransanum (eins og mamma). 

Uppáhaldsholan mín eru: Par 5urnar – þær eru augnkonfekt!

Uppáhaldsgolfvöllur/vellir: Berkshire og Torrey Pines.

Þegar ég er ekki í vinnunni líkar mér við : sjónvarpið, tónlist, að lesa, fara í matarboð og í heilsulindir (ens.: spas)

Hver er algengasta spurningin sem þú ert spurð að: Ertu módel?

Fyndnasta spurningin sem þú hefir verið spurð að: Ég hef týnt símanúmerinu mín. Get ég fengið þitt?

Uppáhaldsstaðir, þangað sem golfmótin hafa leitt Sharmilu: Bangkok, Cannes, Suður-Afríka, Prag, Tenerife,Tyrkland.

Gott ráð sem þú getur gefið öðrum: Því meira sem þú æfir, því heppnari verðurðu.

Hvað er það fyndnasta sem fyrir þig hefir komið úti á golfvelli: Ég hef verið elt af snák og svo datt ég um golfbolta og datt aftur fyrir mig í fyrsta mótinu sem ég tók þátt í. 

Hverjar eru uppáhaldsvefsíðurnar: Ted, Stumbleupon, Piccsy, Twitter, Facebook, Tumblr.

Högg sem skemmtilegast er að æfa: Drævin!

Heilsuræktin mín felst í: Yoga, cardio, lyfta lóðum og sundi.

Uppáhaldssögn: „Draw a line and live above it!“