Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 11:30

Adidas styrktaraðili Sergio Garcia óánægður með kynþáttaníð hans í garð Tiger

Óvild Sergio Garcia og Tiger í garð hvors annars er alltaf að taka nýjar stefnur.

Það nýjasta er að íþróttavörurisinn þýski Adidas, sem m.a. á TaylorMade er afar óánægður með meint kynþáttaníð Sergio Garcia í garð Tiger, þegar sá fyrrnefndi sagðist myndu bjóða Tiger í mat og reiða fram djúpsteiktan kjúkling.

Sergio iðraðist þá þegar og notaði orðið „sorrý“ 11 sinnum og „afsökun“ (ens. apology) fimm sinnum í gær þegar hann sagði blaðamönnum hversu mjög hann sæi eftir að hafa grínast með að ætla að bjóða Tiger í mat og bjóða honum djúpsteiktan kjúkling.

Djúpsteiktur kjúklingur er stereotýpískt komment notað um þeldökka Bandaríkjamenn, sérstaklega í Suðurríkjum Bandaríkjanna en sá matur er sérlega vinsæll meðal þeirra og var reyndar lífsbjörgin áður en þrælahald var afnumið.  Sumir sjá ekki tenginguna á djúpsteiktum kjúkling, sem fjölmörgum arískum Íslendingum finnst algert nammi og þeldökkum mönnum, en djúpsteiktur kjúklingur er einfaldlega orð sem í huga margra vestra minnir á aðra tíma: svörtu þrælahundana sem átu fitugan djúpsteiktan kjúkling og í huga þeirra er hvorutveggja jafnskítugt og óverðugt. Djúpsteiktur kjúklingur jafnast því við kynþáttaníð sé það notað í tengslum við dökka menn eins og Tiger.

Frægt var komment Fuzzy Zoeller (sem reyndar gekk skrefinu lengra enda pirraður yfir hversu vel Tiger gekk á The Masters 1997 (sem Tiger vann síðan): „ „He’s doing quite well, pretty impressive. That little boy is driving well and he’s putting well. He’s doing everything it takes to win. So, you know what you guys do when he gets in here? You pat him on the back and say congratulations and enjoy it and tell him not to serve fried chicken next year (þ.e. í Champions Dinner á The Masters) Got it.“  Síðan bætti hann við: „“or collard greens or whatever the hell they serve.“ K-Mart og Dunlop riftu styrktarsamningum sínum við Zoeller í kjölfarið.

 (Fyrir þá sem ekki náðu hvað Zoeller átti við, þá var hann hér með vísun í þrælatímann, þegar hvíti maðurinn kallaði svarta fullorðna karlþræla sína „boy“, til þess að gera lítið úr þeim og ein steríótýpan um svart fólk í Bandaríkjunum, s.s. áður er minnst á er að uppáhaldsmatur þess sé djúpsteiktur kjúklingur – jafnframt er collard, grænmeti, sem vex m.a. í Suðurríkjum Bandaríkjanna – ummælin þóttu smekklaus, full af kynþáttahatri, en rótin hefir eflaust verið öfund vegna þess að Fuzzy lenti í 34. sæti með öðrum kylfingum, gekk sem sagt ekki vel, en Tiger sigraði!)

Og nú er Sergio Garcia í vandræðum sömu vandræðum hjá Adidas og TaylorMade sem líkt og K-mart og Dunlop gerðu í tilviki Zoeller eru að hugsa um að slíta öllum tengslum við Garcia, sem þá verður af milljarðasamningum.  Adidas sagði ummælin einfaldlega ekki vera í samræmi við stefnu fyrirtækisins og málið væri enn í athugun hjá fyrirtækinu.