Ólafur Björn Loftsson, NK. Foto gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2013 | 13:15

Ólafur Björn á 76 í N-Karólínu

Ólafur Björn Loftsson, NK lék í gær 1. hring sinn á Willow Creek Open, sem er hluti af eGolf-mótaröðinni.

Spilað var í High Point Country Club í Willow Creek, Norður-Karólínu.  Þátttakendur eru 149.

Ólafur Björn lék á 4 yfir pari, 76 höggum og hefði örugglega óskað sér aðra byrjun á mótinu. Á hringnum fékk Ólafur Björn 15 pör, 2 skolla og 1 skramba.

Eftir 1. dag er Ólafur Björn í 123. sæti.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring Willow Creek Open  SMELLIÐ HÉR: