
PGA: Kuchar sigraði á Memorial
Það var bandaríski kylfingurinn Matt Kuchar, sem bar sigur úr býtum á Memorial móti Jack Nicklaus í Muirfield Village, í Dublin, Ohio.
Hann var í forystu fyrir lokahringinn og hélt henni allt til loka mótsins. Kuchar lék á samtals 12 undir pari, 276 höggum (68 70 70 68).
Eftir sigurinn sagði Kuchar m.a.: „Að ganga af flöt og heilsa Hr. Nicklaus og það að hann heilsaði mér er nokkuð sem ég mun svo sannarlega aldrei gleyma.“
Í 2. sæti varð landi Kuchar, Kevin Chappell á samtals 10 undir pari, 278 höggum (71 71 68 68).
Í 3. sæti á samtals 7 undir pari varð síðan Kyle Stanley og fjórða sætinu deildu Scott Stallings og Bill Haas á samtals 6 undir pari, hvor.
Tiger lauk leik í 65. sæti, sem hann deildi með Charlie Wi og George Coetzee á 8 yfir pari og er óhætt að segja að þriðji hringurinn hafi eyðilagt alla möguleika hans að verða ofarlega í mótinu en þá spilaði hann á 79 höggum. Samtals lék Tiger á 8 yfir pari (var 20 höggum á eftir sigurvegaranum) þ.e. 296 höggum (71 74 79 72).
Til þess að sjá úrslitin á Memorial SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Memorial SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 4. dags á Memorial SMELLIÐ HÉR:
- maí. 11. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hólmfríður Lillý Ómarsdóttir – 11. maí 2022
- maí. 10. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022
- maí. 9. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir – 9. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jens Gud ———-– 8. maí 2022
- maí. 8. 2022 | 01:00 PGA: Keegan Bradley efstur f. lokahring Wells Fargo
- maí. 8. 2022 | 00:01 LET: Ana Pelaez í forystu f. lokahring Madrid Open
- maí. 7. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (19/2022)
- maí. 7. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Brenden Pappas – 7. maí 2022
- maí. 7. 2022 | 12:30 Norman neitað um undanþágu til að spila á Opna breska
- maí. 7. 2022 | 06:45 PGA: Day leiðir e. 2. dag Wells Fargo
- maí. 7. 2022 | 06:00 LET: Koivisto efst e. 2. dag Madrid Open
- maí. 6. 2022 | 23:00 NGL: Bjarki bestur íslensku kylfinganna á Barncancerfonden Open
- maí. 6. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Long í forystu e. 2. dag á The Belfry
- maí. 6. 2022 | 18:00 Bandaríska háskólagolfið: Ragnhildur Kristins íþróttakona ársins hjá EKU
- maí. 6. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Dean Larsson – 6. maí 2022