Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2013 | 05:00

LPGA: Webb vann á Shoprite Classic

Ástralska golfdrottningin Karrie Webb sigraði á Shoprite LPGA Classic mótinu , sem fram fór á Bay Course, í Stockton Seaview Hotel and Golf Club í Galloway, New Jersey. Hún lék á samtals 4 undir pari, 209 höggum (72 69 68).

Í 2. sæti varð kínverska stúlkan Shanshan Feng á samtals 2 undir pari, 211 höggum (69 67 75).

Í 3. sæti varð síðan Hee Young Park frá Suður-Kóreu á samtals 1 undir pari, 212 höggum (69 72 71) og í 4. sæti varð Jenny Shin á samtals sléttu pari.

Gerina Piller var ein af 4 sem deildi 5. sætinu á samtals 1 yfir pari og jafnar  í 9. sæti voru m.a. Michelle Wie og Caroline Hedwall með Eygló Myrru Óskarsdóttur, GO á pokanum.

Það var fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Stacy Lewis sem átti titil að verja í mótinu, en henni gekk ekki eins vel að þessu sinni og fyrir ári; hafnaði í 58. sæti sem hún deildi með 5 öðrum, sem allar voru á samtals 8 yfir pari.

Til þess að sjá úrslit í Shoprite Classic SMELLIÐ HÉR: