Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 4. 2013 | 08:30

10 bestu golftilvitnanirnar um Opna bandaríska

Þeir á Golf Digest hafa tekið saman það sem að þeirra mati eru 10 bestu golftilvitnanir um Opna bandaríska, en  Opna bandaríska risamótið fer einmitt fram á Merion golfvellinum í Ardmore, Pennsylvaníu 13.-16. júní í þessum mánuði.

Sjá má 10 tilvitnanir sem Golf Digest hefir tekið saman með því að SMELLA HÉR: 

Hér fara nokkrar þeirra í lauslegri þýðingu:

Ben Hogan eftir lokahring upp á 67 högg á Oakland Hills árið 1951: „Ég er glaður að mér hafi loks tekist að knésetja þennan völl – þetta skrímsli.“

2 Tom Weiskopf hlægjandi eftir hring Johnny Miller upp á 63 högg á Oakmont árið 1973: „Johnny Miller? Ég vissi ekki einu sinni að Miller hefði náð niðurskurði.“

3 Cary Middlekoff: „Enginn sigrar á Opna bandaríska – það (mótið) hefur betur gegn þér.“