Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 8. 2013 | 20:00

Maður á safn 13.171 golfbolta – vídeó

Hann safnaði súperman og batman blöðum þegar hann var strákur.

Svo tók við að hann safnaði litlum flöskum af whiskey, eldspýtustokkum og staupaglösum…. og eins hefir hann safnað 13.171,- golfboltum.

Golfboltana skiptir hann upp í 3 flokkar: eftir lógóum, eftir golfklúbbum og eftir golfboltaframleiðendum.

Golfboltana geymir hann í þar til gerðum hillum og þekkir sögu hvers bolta og sýnir í meðfylgjandi myndskeið nokkra uppáhaldsboltana, m.a. meira en 100 ára gamlan gutta percha bolta, bolta af veitingastað efst í tvíburaturnunum, sem fannst nokkrum dögum fyrir 9/11 bolta bæði með Nike merkinu og Topflight merkinu frá þeim tíma sem Topflight framleiddi enn bolta fyrir Nike, bolta með merkjum allra liða í heimsmeistarakeppninni í fótbolta eitt árið o.s.fv.

Já, það er misjafnt hvað menn hafa fyrir stafni.  Reyndar segir maðurinn í lok myndskeiðsins að hann og kona hans séu að flytja og því verði að fækka golfboltunum í safninu.  Einhver sem hefir áhuga að koma sér upp golfboltasafni?

Hér má sjá myndskeið af golfboltasafnaranum mikla og safninu hans SMELLIÐ HÉR:  

(Athugið að á undan er auglýsing fyrir heyrnartæki/eða bílaverkstæði a.m.k. auglýsing – þið eruð ekki í vitlausu vídeói 🙂 )