
Fjórir góðir golfstaðir í Evrópu (3/4)
Nú er mitt sumar og eflaust margir, sem búnir eru að skipuleggja golfferðir erlendis, síðsumars eða í haust. Ferðaskrifstofur bjóða upp á fjölmargar og fjölbreytilegar ferðir, en þó eru alltaf einhverjir sem kjósa að skipuleggja sitt eigið frí, kaupa sér flugmiða, leigja sér bíl og prófa velli sem landinn er ekki að fjölmenna á. Fyrir þá sem eru í slíkum hugleiðingum verður hér greint frá nokkrum góðum hugmyndum næstu daga, sem Golf1 getur hæglega mælt með við kylfinga að prófa:
FRAKKLAND
Terre Blanche
Heimilisfang: 3100 Route de Bagnols EN Foret 83440 Tourrettes
Lýsing: Golfstaðurinn er fyrrum Four Season’s staður. Terre Blanche er með tvo 18 holu golfvelli. Af báðum völlum er gríðarlega fallegt útsýni yfir bæinn, sem staðsettur er á toppi hæðar.
Fyrri golfvöllurinn (Le Chateau ) er talinn einn af bestu golfvöllum á meginlandi Evrópu. Vatn kemur mikið við sögu og á vellinum er mikið af drifhvítum sandglompum, gjám og eldingshröðum flötum. Þetta er völlur sem óhætt er að segja að sé betri fyrir aðeins lengra komna og þá sem eru mikið fyrir krefjandi velli.
Hinn völlurinn ( Le Riou) er ekki eins framúrskarandi og sá fyrri, en engu að síður með gullfallegt útsýni á umhverfið og er tæknilega krefjandi jafnvel fyrir lágforgjafarkylfinga. Le Riou er skemmtilegur völlur, sem heldur manni vakandi allan hringinn.
Einkennisholan: Líkt og margir góðir golfstaðir þá er beðið með það besta þar til í lokin; einkennisholan er 18. holan á kastalavellinum (Le Chateau).
Til þess að lesa sig meira til um Terre BlancheSMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024